Um Okkur
Hótel Skálholt
þar sem náttúran og sagan mætast.
Hótel Skálholt er sögulegur og töfrandi gististaður við Gullna hringinn, í hjarta Suðurlands. Staðurinn er kjörinn fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar, kyrrðarinnar og menningarinnar á einum af merkustu sögustöðum Íslands.
Við bjóðum upp á fjölbreytta og notalega gistingu fyrir einstaklinga og hópa – allt frá huggulegum hótelherbergjum og sumarbústað til Organistahússins og Skálholtsbúða. Hér er fullkomið að slaka á í rólegu og fallegu umhverfi.
Á veitingahúsinu Hvönn fær íslensk matarmenning nútímalega og skapandi útfærslu. Við leggjum áherslu á hráefni úr nærumhverfinu, sjálfbærni og hefðbundnar aðferðir eins og gerjun og súrsun.
Hótelið er einnig frábær kostur fyrir fundi, námskeið og fjölbreytta viðburði eins og brúðkaup, tónleika og jógaretreat.
Skálholt var biskupssetur frá árinu 1056 og er einn mikilvægasti menningar- og sögustaður Íslands – þar sem saga, náttúra og nútími mætast í rólegu og einstöku andrúmslofti.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur.
Hótel Skálholt
Hótel Skálholt býður upp á 18 tveggja manna herbergi, öll búin tveimur einstaklingsrúmum og sérbaðherbergi.
Organistahúsið
Organistahúsið er fullkominn staður fyrir stórar fjölskyldur eða hópa allt að 6 manns. Húsið er með 3 svefnherbergjum, 1 baðherbergi, fullbúið eldhús og heitum potti og stóru gasgrilli á veröndinni.
Sumarhús með 2 svefnherbergjum og frábæru útsýni. Sumarhúsin rúma allt að 5 fullorðna í 2 svefnherbergjum og útdraganlegum sófa í stofunni. Fullbúið eldhús, gasgrill og heitur pottur ásamt verönd.
Skálholtsbúðir er fullkominn staður fyrir allt að 20 manns, fjölskyldur, vinahópa eða vinnustaðið. Húsið er með 11 svefnherbergi, 6 baðherbergi, fullbúið eldhús, veislu og fundarsali.

Hvönn veitingastaður
býður tilraunakennda matargerð þar sem áhersla er lögð á staðbundið íslenskt hráefni. Við fáum
ferskt kjöt, fisk og grænmeti úr nærliggjandi sveitum og breytum matseðli eftir árstíðum og aðgengi að spennandi hráefnum.
Á daginn bjóðum við bistrómatseðil með íslenskum réttum, en á kvöldin breytist matseðillinn reglulega eftir árstíðum og framboði hráefnis.
Matreiðslumeistarinn Bjarki Sól
nýtir áralanga reynslu sína og tengslanet til að tryggja gæði og ferskleika í hverri máltíð.
„Íslenskt
hráefni einstök
matargerð.“
Þjónustan
Við bjóðum fjölbreytta þjónustu frá hlýlegri gistingu til funda og lifandi viðburða í einstöku umhverfi.
Gisting
Fjölbreytt gistiaðstaða allt frá hlýlegum hótelherbergjum og sumarhúsum yfir í stærri gistirými sem henta hópum allt að 20 manns.
Hvönn veitingahús
Staðbundin hráefni og nútímaleg nálgun leitt af meistaranum Bjarka Sól, sem nýtir áralanga reynslu og sterk tengsl við framleiðendur á svæðinu.
Viðburðir
Hótel Skálholt býður upp á fjölbreytta viðburði allt árið um kring þar sem menning, tónlist og samfélag mætast í sögulegu og náttúrulegu umhverfi.
Fundir og ráðstefnur
Úrval fjölbreytta fundar og ráðstefnuaðstöðu, hvort sem óskað er eftir kyrrð og samveru eða vel búinni fundaraðstöðu innan hótelsins.

Um okkur
Bjarki Þór Ingigerðar Sólmundsson og Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir tóku við Hótel Skálholt og Hvönn veitingastað árið 2021 og hafa byggt upp glæsilegt hótel og veitingastað í Skálholti.
Áhersla er lögð á einstaka matarupplifun þar sem hráefni úr næsta nágrenni gegna lykilhlutverki. Ásamt notalegri gistingu á einum af fallegasta stað landsins. Bjarki hefur getið sér gott orð fyrir hönnun veislumáltíða, og saman leggja þau ríka áherslu á hlýja og persónulega þjónustu á þessum sögufræga stað.
Skálholt býður upp á fjölbreytta þjónustu allt árið um kring fjölbreytta gistingu, máltíðir, tónleika, veislur, ráðstefnur, námskeið, fundi og margvíslega viðburði.
Hvað segja viðskiptavinir okkar.
Gisting
Gisting fyrir
einstaklinga, pör og hópa!
Hótel Skálholt býður upp á hlýlega og fjölbreytta gistingu í kyrrlátu umhverfi. Hvort sem um er að ræða
einstaklinga, pör eða hópa allt að 30 manns.